Misophonia@School – Lokafundur
Áætlað var að lokafundur verkefnisins yrði haldinn í Póllandi og var hann haldinn í Krakow dagana 13. og 14. júlí 2023.
Fundinn sóttu fulltrúar þátttekenda:
- IDONEUS S.r.l. (Ítalía);
- Edizioni di Atlantide (Ítalía);
- İstanbul Aydın University (Tyrkland – gegnum fjarfundabúnað);
- WIN Wissenschaftsinitiative Niederösterreich (Austurríki);
- INTEGRA Institut (Slóvenía);
- CSI Center for Social Innovation LTD (Kýpur – gegnum fjarfundabúnað);
- Heyrnarhjálp – National Association for the Hard of Hearing (Ísland);
- Szkola Podstawowa Im. Ignacego Ulatowskiego W Gorzycach Wielkich (Póland).
Á fundinum var farið yfir verkefnið í heild sinni og niðurstöðurnar skoðaðar og ræddar. Á þessum tímapunkti voru allar afurðir tilbúnar og sannreyndar; Appið (þýðingu lokið), Vefnámskeið (þýðingu lokið), Vefgagnamiðstöð (þýðingu lokið) og Handbók (þýðingu lokið). Farið var yfir miðlun niðurstaðna og viðburðir henni tengdir ræddir. Undir lok fundarins voru allir þátttakendur sammála um að nýta tækifærið til að sækja um styrk til framhaldsverkefna tengd hljóðóþoli þar sem verkefnið hefur þegar sannað mikilvægi sitt fyrir bæði formlegt skólastarf og óformlegt menntaumhverfi.