Misophonia@School verkefnið fól í sér bæði athugun og framkvæmd sem lauk með gerð eftirfarandi fjögurra afurða:
- IO1: Hljóðóþolsapp. App fyrir kennara sem hægt er að nota í kennslustofu og gerir þeim kleift að framkvæma nýstárlega greiningu á einstökum nemendum með hljóðóþol.
- IO2: Vefnámskeið um hljóðóþol. Vefnámskeið fyrir kennara sem leiðir þá í gegnum helstu kennslufræðilegar, umhverfisfræðilegar og hegðunarfræðilegar leiðir til að hjálpa nemendum með hljóðóþol í daglegu lífi sínu í skólanum.
- IO3: Handbók um hljóðóþol. Aðferðafræðilegar og vísindalegar upplýsingar er varða það nýjasta á sviði hljóðóþols og lýsir þeirri nýstárlegu greiningaraðferð sem er ein afurð verkefnisins.
- IO4: Vefgagnamiðstöð um hljóðóþol. Er hugsuð fyrir fjölskyldur og þá sem starfa í óformlegu menntaumhverfi en þar er safnað saman allri helstu vísindalegu þekkingu sem er aðgengileg öllum.